Samningar haldi
Fundurinn átelur harðlega að 10 mánuðir skuli liðnir án þess að þorri öryrkja hafi fengið þá kjarabót sem um var samið fyrir þingkosningarnar í fyrra. Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands og þá þingmenn sem hana styðja að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að samkomulagið við ÖBÍ megi koma til framkvæmda eigi síðar en þann 1. janúar.