Atvinnuleysi á undanhaldi 28. október 2004 00:01 Atvinnuleysi - Þorvaldur Gylfason Sumir viðburðir mannlífsins varpa ljósi og skuggum langar leiðir fram og aftur um tímann. Landnám Íslands, ritun Íslendingasagna og endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar eftir langa mæðu hafa þessa sérstöðu í sögu Íslands. Heimsstyrjaldirnar tvær, kreppan mikla á milli þeirra og hrun kommúnismans fyrir 15 árum teljast til slíkra atburða á heimsvísu. Kreppan mikla 1929-39 markaði djúp spor í Ameríku og Evrópu. Margir Bandaríkjamenn á öllum aldri lýsa sjálfum sér enn í dag sem Rooseveltdemókrötum, og sú sjálfslýsing er arfur frá þeim tíma, þegar allt að því fjórði hver vinnufús og vinnufær maður var atvinnulaus langtímum saman, og sár fátækt og sorg svarf að fjölmörgum heimilum. Bandaríkjamönnum tókst þó að tefla nokkuð vel úr þessari erfiðu stöðu, og svo er að miklu leyti fyrir að þakka Franklin D. Roosevelt forseta, enda þótt hann tæki ekki nema að litlu leyti þeim ábendingum, sem honum bárust um færar leiðir til að binda bráðan enda á kreppuna. Roosevelt var bent á það strax 1934, að stóraukin ríkisútgjöld myndu lyfta hagkerfinu upp úr lægðinni, úr því að heimilin og einkafyrirtækin stóðu sem fastast á bremsunni. Hann hafði þá þegar þanið ríkisútgjöld talsvert umfram skattheimtu til að örva efnahagslífið, en honum leizt þó ekki vel á mikinn ríkishallarekstur og hélt því að sér höndum. Kreppan dróst því á langinn, þótt atvinnuleysi minnkaði smám saman eftir 1932 og hagvöxtur glæddist, og henni lauk ekki fyrr en síðari heimsstyrjöldin brauzt út 1939, því að þá fyrst jukust útgjöld ríkisins til muna vegna stríðsins. Ríkisútgjöld til annars en landvarna námu 3% af landsframleiðslu Bandaríkjamanna, þegar Roosevelt varð forseti 1932, og höfðu með vörnum hækkað í 44% af landsframleiðslu, þegar hann dó í embætti skömmu fyrir stríðslok 1945. Æ síðan hafa menn ekki þurft að óttast djúpar kreppur, því að nú kunna menn ráð til þess að komast hjá atvinnuhruni. Lausnin er samt ekki stríð, heldur aukin umsvif almannavaldsins, ef einkageirinn stendur á sér. En þrálátt atvinnuleysi er eigi að síður vandamál víða um heim. Mestur er vandinn í mörgum þróunarlöndum. Atvinnuleysistölur þar eru að vísu nokkuð á reiki, en vandinn blasir samt við og stafar að miklu leyti af stöðugum straumi fólks úr dreifbýli í borgir. Landbúnaður þarf á sífellt færra fólki að halda þar eins og í iðnríkjunum, því að tækniframfarir leysa sífellt fleiri vinnandi hendur af hólmi, og fólkið flykkist því burt úr sveitunum og býr við stopula eða enga vinnu og bág kjör í borgunum. Menntun er áfátt, og margt fólk hefur því lítið annað fram að færa á vinnumarkaði en vöðvaaflið eitt. Í Naíróbí, höfuðborg Keníu, býr t.d. næstum helmingur borgarbúa í fátækrahverfum, flestir án rafmagns og rennandi vatns. Jafnvel í Botsvönu, sem á heimsmet í hagvexti síðan 1965, er fimmti hver maður atvinnulaus og fjórði hver í Namibíu, þar sem ýmislegt er að öðru leyti eins og það á að vera og Íslendingar hafa lagt hönd á plóg. Hlutskipti atvinnulausra í fátækraríkjum þriðja heimsins er mun verra en í okkar heimshluta, þar eð atvinnuleysisbótum og öðrum almannatryggingum er ábótavant. Búferlaflutningum úr sveit í bæ er nú að mestu leyti lokið báðum megin Atlantshafsins. Atvinnuleysið í Evrópu á sér því aðrar orsakir, einkum ósveigjanlegt vinnumarkaðsskipulag, ónóga grósku og of mikla áhættufælni í efnahagslífinu. Margar þjóðir álfunnar hafa ráðizt gegn vinnumarkaðsvandanum undangengin ár með góðum árangri. Írar hafa t.d. kýlt atvinnuleysið úr 17% niður í 4% nú, Spánverjar úr 24% í 11%, Danir úr 11% í 6% og Hollendingar úr 14% í 6%. Spánn er eina Evrópulandið, þar sem atvinnuleysi mælist nú með tveggjastafatölu. Atvinnuleysið er þó enn of mikið, einkum í Frakklandi, Þýzkalandi og á Ítalíu, þar sem það leikur nú á bilinu 8%-9%. Margt leggst á eitt í þessum löndum. Lög torvelda vinnuveitendum að segja upp fólki og slæva með því móti vilja þeirra til að ráða fólk í vinnu. Of langdrægar atvinnuleysisbætur sljóvga áhuga atvinnulausra á að leita sér að vinnu. Lögbundin lágmarkslaun og framgangsríkar kaupkröfur voldugra verklýðsfélaga hneigjast til að verðleggja ófaglært utanfélagsfólk út af vinnumarkaðinum. Í Bandaríkjunum er atvinnuleysið einkum háð hagsveiflunni og hefur dansað í kringum 5% allar götur síðan 1960 án þess að sýna nokkra langtímatilhneigingu til hækkunar, og svo er m.a. fyrir að þakka sveigjanlegu vinnumarkaðsskipulagi. Samt hefur atvinnuleysið þar vestra aukizt um helming síðan 2000, m.a. af því að stjórn Bush forseta hefur reynt að örva atvinnulífið með röngum ráðum, þ.e. með því að minnka álögur á tekjur auðkýfinga. En skattalækkun bítur ekki á atvinnuleysi, nema hún gagnist launþegum með miðlungstekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Atvinnuleysi - Þorvaldur Gylfason Sumir viðburðir mannlífsins varpa ljósi og skuggum langar leiðir fram og aftur um tímann. Landnám Íslands, ritun Íslendingasagna og endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar eftir langa mæðu hafa þessa sérstöðu í sögu Íslands. Heimsstyrjaldirnar tvær, kreppan mikla á milli þeirra og hrun kommúnismans fyrir 15 árum teljast til slíkra atburða á heimsvísu. Kreppan mikla 1929-39 markaði djúp spor í Ameríku og Evrópu. Margir Bandaríkjamenn á öllum aldri lýsa sjálfum sér enn í dag sem Rooseveltdemókrötum, og sú sjálfslýsing er arfur frá þeim tíma, þegar allt að því fjórði hver vinnufús og vinnufær maður var atvinnulaus langtímum saman, og sár fátækt og sorg svarf að fjölmörgum heimilum. Bandaríkjamönnum tókst þó að tefla nokkuð vel úr þessari erfiðu stöðu, og svo er að miklu leyti fyrir að þakka Franklin D. Roosevelt forseta, enda þótt hann tæki ekki nema að litlu leyti þeim ábendingum, sem honum bárust um færar leiðir til að binda bráðan enda á kreppuna. Roosevelt var bent á það strax 1934, að stóraukin ríkisútgjöld myndu lyfta hagkerfinu upp úr lægðinni, úr því að heimilin og einkafyrirtækin stóðu sem fastast á bremsunni. Hann hafði þá þegar þanið ríkisútgjöld talsvert umfram skattheimtu til að örva efnahagslífið, en honum leizt þó ekki vel á mikinn ríkishallarekstur og hélt því að sér höndum. Kreppan dróst því á langinn, þótt atvinnuleysi minnkaði smám saman eftir 1932 og hagvöxtur glæddist, og henni lauk ekki fyrr en síðari heimsstyrjöldin brauzt út 1939, því að þá fyrst jukust útgjöld ríkisins til muna vegna stríðsins. Ríkisútgjöld til annars en landvarna námu 3% af landsframleiðslu Bandaríkjamanna, þegar Roosevelt varð forseti 1932, og höfðu með vörnum hækkað í 44% af landsframleiðslu, þegar hann dó í embætti skömmu fyrir stríðslok 1945. Æ síðan hafa menn ekki þurft að óttast djúpar kreppur, því að nú kunna menn ráð til þess að komast hjá atvinnuhruni. Lausnin er samt ekki stríð, heldur aukin umsvif almannavaldsins, ef einkageirinn stendur á sér. En þrálátt atvinnuleysi er eigi að síður vandamál víða um heim. Mestur er vandinn í mörgum þróunarlöndum. Atvinnuleysistölur þar eru að vísu nokkuð á reiki, en vandinn blasir samt við og stafar að miklu leyti af stöðugum straumi fólks úr dreifbýli í borgir. Landbúnaður þarf á sífellt færra fólki að halda þar eins og í iðnríkjunum, því að tækniframfarir leysa sífellt fleiri vinnandi hendur af hólmi, og fólkið flykkist því burt úr sveitunum og býr við stopula eða enga vinnu og bág kjör í borgunum. Menntun er áfátt, og margt fólk hefur því lítið annað fram að færa á vinnumarkaði en vöðvaaflið eitt. Í Naíróbí, höfuðborg Keníu, býr t.d. næstum helmingur borgarbúa í fátækrahverfum, flestir án rafmagns og rennandi vatns. Jafnvel í Botsvönu, sem á heimsmet í hagvexti síðan 1965, er fimmti hver maður atvinnulaus og fjórði hver í Namibíu, þar sem ýmislegt er að öðru leyti eins og það á að vera og Íslendingar hafa lagt hönd á plóg. Hlutskipti atvinnulausra í fátækraríkjum þriðja heimsins er mun verra en í okkar heimshluta, þar eð atvinnuleysisbótum og öðrum almannatryggingum er ábótavant. Búferlaflutningum úr sveit í bæ er nú að mestu leyti lokið báðum megin Atlantshafsins. Atvinnuleysið í Evrópu á sér því aðrar orsakir, einkum ósveigjanlegt vinnumarkaðsskipulag, ónóga grósku og of mikla áhættufælni í efnahagslífinu. Margar þjóðir álfunnar hafa ráðizt gegn vinnumarkaðsvandanum undangengin ár með góðum árangri. Írar hafa t.d. kýlt atvinnuleysið úr 17% niður í 4% nú, Spánverjar úr 24% í 11%, Danir úr 11% í 6% og Hollendingar úr 14% í 6%. Spánn er eina Evrópulandið, þar sem atvinnuleysi mælist nú með tveggjastafatölu. Atvinnuleysið er þó enn of mikið, einkum í Frakklandi, Þýzkalandi og á Ítalíu, þar sem það leikur nú á bilinu 8%-9%. Margt leggst á eitt í þessum löndum. Lög torvelda vinnuveitendum að segja upp fólki og slæva með því móti vilja þeirra til að ráða fólk í vinnu. Of langdrægar atvinnuleysisbætur sljóvga áhuga atvinnulausra á að leita sér að vinnu. Lögbundin lágmarkslaun og framgangsríkar kaupkröfur voldugra verklýðsfélaga hneigjast til að verðleggja ófaglært utanfélagsfólk út af vinnumarkaðinum. Í Bandaríkjunum er atvinnuleysið einkum háð hagsveiflunni og hefur dansað í kringum 5% allar götur síðan 1960 án þess að sýna nokkra langtímatilhneigingu til hækkunar, og svo er m.a. fyrir að þakka sveigjanlegu vinnumarkaðsskipulagi. Samt hefur atvinnuleysið þar vestra aukizt um helming síðan 2000, m.a. af því að stjórn Bush forseta hefur reynt að örva atvinnulífið með röngum ráðum, þ.e. með því að minnka álögur á tekjur auðkýfinga. En skattalækkun bítur ekki á atvinnuleysi, nema hún gagnist launþegum með miðlungstekjur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun