Ingibjörg Sólrún tekur frumkvæðið 22. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti "pólitískt comeback" í vikunni þegar hún kynnti áfangaskýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vikuna. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt uppdráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmálamanna. Á meðan Össur Skarphéðinsson hefur flutt 35 ræður á Alþingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. "Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flestir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varaformaðurinn að gera! " Varnarmálin hafa verið í sviðsljósinu í vikunni en mesta nýmælið í umræðuplöggum framtíðarhópsins er án vafa áherslan á aðferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæðingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmyndafræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. "Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga." Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri "ömurlegur flokkur" ollu titringi innan R listans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóraefni og hafa skýran "fókus". -Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? "Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímælalaust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegnum það."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira