Hæsta álagnings tannlæknis 103% 21. október 2004 00:01 Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira