Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum 19. október 2004 00:01 Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira