Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum 19. október 2004 00:01 Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira