Innlent

Vind lægir í dag

Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan á mánudag með miklu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi mun ganga niður í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur segir að nokkuð víða hafi vindhviður mælst 50 metrar á sekúndu. Mesti meðalvindurinn var í Staðarsveit. Þar mældist hann 35 metrar á sekúndu. Björn Sævar segist búast við mun betra veðri í dag. Búist sé við norðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu og hvassast verði við suðvestur- og vesturströndina. Hann segir að vinstrengurinn sem verið hafi yfir landinu sé tilkomin vegna lægðar sem komið hafi að landinu á sunnudaginn. Á sama tíma hafi mikil hæð verið yfir Grænlandi og það hafi þétt þrýstilínur og skapað þetta hvassviðri. Hann segir lægðina ekki hafa verið neitt sérstaklega djúpa. Hún hafi mest farið niður í 989 millibör en hæðin hafi verið yfir 1040 millibör. Þó vindkæling hafi verið töluverð í gær var hitastagið víðast hvar um frostmark. Björn Sævar segir að mestur hiti hafi mælst á Fagurhólmsmýri eða 10 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×