Bowen-tækni 19. október 2004 00:01 "Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir. Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir.
Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“