Brot olíufélaganna sögð fyrnd 15. október 2004 00:01 Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira