Boða byltingu í meðferð geðsjúkra 15. október 2004 00:01 Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira