Fangar fela einelti 14. október 2004 00:01 Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira