Misskildi stjórnin kjarasamninga? 14. október 2004 00:01 Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira