Misskildi stjórnin kjarasamninga? 14. október 2004 00:01 Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira