Eldhúsið mitt er með sál 14. október 2004 00:01 "Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru. Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
"Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru.
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning