Höfuðborgarholdsveikin Dagur B. Eggertsson skrifar 14. október 2004 00:01 Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar