Munu farsímarnir sigra? 14. október 2004 00:01 Forsetakjörið vestanhafs - Þorvaldur Gylfason Einhver frægasta forsíðumynd sögunnar er myndin af Harry Truman forseta Bandaríkjanna brosandi út að eyrum og veifandi blaðinu, sem birti daginn eftir kjördag svohljóðandi flennifyrirsögn: Dewey sigrar Truman. Þetta var 1948. Truman hafði sem varaforseti tekið við forsetaembættinu eftir andlát Roosevelts forseta þrem árum áður og hafði síðan háð fyrir hönd demókrata harða kosningabaráttu við frambjóðanda repúblíkana, Thomas Dewey ríkisstjóra New York. Skoðanakannanir bentu allar sem ein til þess, að Dewey nyti mun meira fylgis en Truman. Nær allir gengu því út frá því sem gefnum hlut, að Dewey myndi sigra. Hvernig var staðið að því að kanna hug kjósenda? Með því að fara eða hringja heim til þeirra og spyrja, hvern þeir hygðust kjósa. En Truman sigraði Dewey eigi að síður með nokkrum yfirburðum, þegar til kastanna kom (50% atkvæða gegn 46%). Enn skýrara er dæmið frá 1936, þegar tímaritið Literary Digest spáði repúblíkananum Alf Landon yfirburðasigri yfir Roosevelt forseta og byggði spána eingöngu á símtölum við væntanlega kjósendur. Símakannanirnar rugluðu menn í ríminu vegna þess, að mun færri kjósendur voru með síma á þessum árum en nú tíðkast. Símaeignin fór að miklu leyti eftir efnahag heimilanna: fátæklingar áttu síður síma en efnafólk. Úrtök væntanlegra kjósenda voru því bjöguð. Símaleysingjarnir, sem skoðanakönnuðirnir náðu ekki til, skiluðu sér samt á kjörstað – og kusu demókrata. Þessi saga kann að vera í þann veginn að endurtaka sig í Bandaríkjunum. Margar skoðanakannanir undangengna mánuði hafa sýnt meiri stuðning við Bush forseta en John Kerry, frambjóðanda demókrata, enda þótt Kerry virðist hafa sótt í sig veðrið síðustu daga eftir að hafa lagt Bush kylliflatan í fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra og komizt býsna vel frá hinu næsta. Mörgum Evrópumönnum og öðrum, sem þekkja vel til vestra, koma þessar vísbendingar um mikið fylgi Bush á óvart. Þeir sjá að vísu og skilja, að Bandaríkin hafa breytzt. Þeir sjá og skilja, að frumskógaríhaldið í Repúblíkanaflokknum er nú einstrengingslegra, hatramara, illskeyttara, ofstækisfyllra og sérdrægara en áður hefur þekkzt í meginstraumi bandarískra stjórnmála – og sveiflar biblíunni til bragðbætis. En þeir eiga samt ennþá bágt með að trúa því, að Bandaríkin hafi breytzt svo mjög á skömmum tíma, að forseti, sem nýtur svo lítillar hylli í Evrópu og úti um allan heim, geti eigi að síður náð kjöri í Bandaríkjunum. Eða eru þessar áhyggjur kannski ástæðulausar? Skoðanakannanir, sem benda til þess, að Bush muni sigra Kerry, eru m.a. gerðar í gegnum síma – eða réttara sagt: um símalínur. Margir farsímanotendur eru ekki spurðir álits, af því að þeir hirða ekki um að skrá farsímanúmerin sín. Það næst því ekki í þá. Það er ekki ljóst að svo stöddu, hvort eða hversu vel skoðanakönnuðum hefur tekizt að leiðrétta þessa slagsíðu til að tryggja, að allir væntanlegir kjósendur hafi jafnar líkur á að lenda í úrtökum könnuðanna. Úrtaksskekkjan vegna óskráðra farsímanúmera kom ekki að sök fyrir forsetakosningarnar 2000, því að þá var farsímabyltingin vestan hafs skemmra á veg komin en hún er nú. Og nú, fjórum árum síðar, er uppi í Bandaríkjunum mikill fjöldi fólks, sem notar farsíma og tölvusíma langt umfram línusíma. Þetta fólk er fjölmargt. Þetta fólk er yfirleitt vel að sér um tækni, vafrar um vefinn öllum lausum stundum og er á ferð og flugi. Þetta fólk er yfirleitt frjálslynt og víðsýnt og hefur áhuga á útlöndum og er að því skapi líklegra til fylgis við Kerry en Bush. Þetta fólk er upp til hópa andvígt stríðinu í Írak. Það fylgist vel með fréttum og lætur ekki bjóða sér lygar í stað frétta: það veit, að innrásin í Írak var gerð á fölskum forsendum. Það er andvígt gegndarlausum hallarekstri í ríkisbúskap Bandaríkjanna, óráðsíu, sem stafar að miklu leyti af verulegri lækkun skatta handa auðkýfingum. Þetta fólk fær ekki heldur séð, hvaða vit er í því, að 45 milljónir Bandaríkjamanna eiga ekki enn greiðan aðgang að heilbrigðistryggingum, þótt öll önnur iðnríki heimsins og ýmis þróunarlönd hafi ráð á skilvirkum almannatryggingum. Ef farsímakynslóðin skilar sér á kjörstað nú í nóvember eins og símaleysingjarnir gerðu 1936, þá getur Kerry lagt Bush, jafnvel þótt skoðanakannanir sýni meiri stuðning við Bush fram á síðasta dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Forsetakjörið vestanhafs - Þorvaldur Gylfason Einhver frægasta forsíðumynd sögunnar er myndin af Harry Truman forseta Bandaríkjanna brosandi út að eyrum og veifandi blaðinu, sem birti daginn eftir kjördag svohljóðandi flennifyrirsögn: Dewey sigrar Truman. Þetta var 1948. Truman hafði sem varaforseti tekið við forsetaembættinu eftir andlát Roosevelts forseta þrem árum áður og hafði síðan háð fyrir hönd demókrata harða kosningabaráttu við frambjóðanda repúblíkana, Thomas Dewey ríkisstjóra New York. Skoðanakannanir bentu allar sem ein til þess, að Dewey nyti mun meira fylgis en Truman. Nær allir gengu því út frá því sem gefnum hlut, að Dewey myndi sigra. Hvernig var staðið að því að kanna hug kjósenda? Með því að fara eða hringja heim til þeirra og spyrja, hvern þeir hygðust kjósa. En Truman sigraði Dewey eigi að síður með nokkrum yfirburðum, þegar til kastanna kom (50% atkvæða gegn 46%). Enn skýrara er dæmið frá 1936, þegar tímaritið Literary Digest spáði repúblíkananum Alf Landon yfirburðasigri yfir Roosevelt forseta og byggði spána eingöngu á símtölum við væntanlega kjósendur. Símakannanirnar rugluðu menn í ríminu vegna þess, að mun færri kjósendur voru með síma á þessum árum en nú tíðkast. Símaeignin fór að miklu leyti eftir efnahag heimilanna: fátæklingar áttu síður síma en efnafólk. Úrtök væntanlegra kjósenda voru því bjöguð. Símaleysingjarnir, sem skoðanakönnuðirnir náðu ekki til, skiluðu sér samt á kjörstað – og kusu demókrata. Þessi saga kann að vera í þann veginn að endurtaka sig í Bandaríkjunum. Margar skoðanakannanir undangengna mánuði hafa sýnt meiri stuðning við Bush forseta en John Kerry, frambjóðanda demókrata, enda þótt Kerry virðist hafa sótt í sig veðrið síðustu daga eftir að hafa lagt Bush kylliflatan í fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra og komizt býsna vel frá hinu næsta. Mörgum Evrópumönnum og öðrum, sem þekkja vel til vestra, koma þessar vísbendingar um mikið fylgi Bush á óvart. Þeir sjá að vísu og skilja, að Bandaríkin hafa breytzt. Þeir sjá og skilja, að frumskógaríhaldið í Repúblíkanaflokknum er nú einstrengingslegra, hatramara, illskeyttara, ofstækisfyllra og sérdrægara en áður hefur þekkzt í meginstraumi bandarískra stjórnmála – og sveiflar biblíunni til bragðbætis. En þeir eiga samt ennþá bágt með að trúa því, að Bandaríkin hafi breytzt svo mjög á skömmum tíma, að forseti, sem nýtur svo lítillar hylli í Evrópu og úti um allan heim, geti eigi að síður náð kjöri í Bandaríkjunum. Eða eru þessar áhyggjur kannski ástæðulausar? Skoðanakannanir, sem benda til þess, að Bush muni sigra Kerry, eru m.a. gerðar í gegnum síma – eða réttara sagt: um símalínur. Margir farsímanotendur eru ekki spurðir álits, af því að þeir hirða ekki um að skrá farsímanúmerin sín. Það næst því ekki í þá. Það er ekki ljóst að svo stöddu, hvort eða hversu vel skoðanakönnuðum hefur tekizt að leiðrétta þessa slagsíðu til að tryggja, að allir væntanlegir kjósendur hafi jafnar líkur á að lenda í úrtökum könnuðanna. Úrtaksskekkjan vegna óskráðra farsímanúmera kom ekki að sök fyrir forsetakosningarnar 2000, því að þá var farsímabyltingin vestan hafs skemmra á veg komin en hún er nú. Og nú, fjórum árum síðar, er uppi í Bandaríkjunum mikill fjöldi fólks, sem notar farsíma og tölvusíma langt umfram línusíma. Þetta fólk er fjölmargt. Þetta fólk er yfirleitt vel að sér um tækni, vafrar um vefinn öllum lausum stundum og er á ferð og flugi. Þetta fólk er yfirleitt frjálslynt og víðsýnt og hefur áhuga á útlöndum og er að því skapi líklegra til fylgis við Kerry en Bush. Þetta fólk er upp til hópa andvígt stríðinu í Írak. Það fylgist vel með fréttum og lætur ekki bjóða sér lygar í stað frétta: það veit, að innrásin í Írak var gerð á fölskum forsendum. Það er andvígt gegndarlausum hallarekstri í ríkisbúskap Bandaríkjanna, óráðsíu, sem stafar að miklu leyti af verulegri lækkun skatta handa auðkýfingum. Þetta fólk fær ekki heldur séð, hvaða vit er í því, að 45 milljónir Bandaríkjamanna eiga ekki enn greiðan aðgang að heilbrigðistryggingum, þótt öll önnur iðnríki heimsins og ýmis þróunarlönd hafi ráð á skilvirkum almannatryggingum. Ef farsímakynslóðin skilar sér á kjörstað nú í nóvember eins og símaleysingjarnir gerðu 1936, þá getur Kerry lagt Bush, jafnvel þótt skoðanakannanir sýni meiri stuðning við Bush fram á síðasta dag.