Bjarni styrkti stöðu sína 13. október 2004 00:01 Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira