Hóta að loka sorpstöðinni 12. október 2004 00:01 Forráðamenn sveitarstjórnar Ölfuss tilkynntu fulltrúum sveitarfélaga, sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands, að stöðinni yrði lokað þann 25. október næstkomandi og hafin innheimta útistandandi dagsekta, ef ekki væri kominn vísir að samkomulagi um urðun sorps. Þetta var tilkynnt síðdegis í gær, á fundi sem sveitarfélag Ölfuss boðaði til. Mikill hiti er í héraðinu vegna málsins. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti sveitarstjórnar Ölfuss staðfesti þetta við Fréttablaðið eftir fundinn. Hann sagði, að dagsektir á hendur sorpstöðinni væru frá maí 2002 til september 204 og væru orðnar 42.6 milljónir króna. "Við erum að framfylgja þeirri skyldu okkar að bregðast við brotum á deiliskipulagi sem ekki hefur verið farið eftir við urðun hjá Sorpstöðinni," sagði hann. "Við erum með skipulagsyfirvaldið á þessu svæði og þolinmæði okkar er þrotin." Mikill ágreiningur hefur verið um starfsemi sorpstöðvarinnar í gegnum tíðina, einkum vegna hæðar haugsins, sem Hjörleifur sagði að væri kominn 3 - 7 yfir leyfilegri hæð. Einar Njálsson stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar sagði, að stöðin væri með fullgilt starfsleyfi og alls ekki verið að brjóta deiliskipulag. Varðandi dagsektirnar sagði hann mjög vafasamt að möguleiki væri á að innheimta þær eftir svo langan tíma, auk þess sem starfsleyfi stöðvarinnar tæki beinlínis á hæð urðunarreinanna með tilliti til deiliskipulags. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Forráðamenn sveitarstjórnar Ölfuss tilkynntu fulltrúum sveitarfélaga, sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands, að stöðinni yrði lokað þann 25. október næstkomandi og hafin innheimta útistandandi dagsekta, ef ekki væri kominn vísir að samkomulagi um urðun sorps. Þetta var tilkynnt síðdegis í gær, á fundi sem sveitarfélag Ölfuss boðaði til. Mikill hiti er í héraðinu vegna málsins. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti sveitarstjórnar Ölfuss staðfesti þetta við Fréttablaðið eftir fundinn. Hann sagði, að dagsektir á hendur sorpstöðinni væru frá maí 2002 til september 204 og væru orðnar 42.6 milljónir króna. "Við erum að framfylgja þeirri skyldu okkar að bregðast við brotum á deiliskipulagi sem ekki hefur verið farið eftir við urðun hjá Sorpstöðinni," sagði hann. "Við erum með skipulagsyfirvaldið á þessu svæði og þolinmæði okkar er þrotin." Mikill ágreiningur hefur verið um starfsemi sorpstöðvarinnar í gegnum tíðina, einkum vegna hæðar haugsins, sem Hjörleifur sagði að væri kominn 3 - 7 yfir leyfilegri hæð. Einar Njálsson stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar sagði, að stöðin væri með fullgilt starfsleyfi og alls ekki verið að brjóta deiliskipulag. Varðandi dagsektirnar sagði hann mjög vafasamt að möguleiki væri á að innheimta þær eftir svo langan tíma, auk þess sem starfsleyfi stöðvarinnar tæki beinlínis á hæð urðunarreinanna með tilliti til deiliskipulags.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira