Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira