Börnum fækkar í borginni 6. október 2004 00:01 Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira