Fótbolti í morgunsárið 5. október 2004 00:01 Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni." Heilsa Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni."
Heilsa Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“