Karpað um skatta, öryrkja og Írak 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira