Innlent

Símasölu frestað

Halldór Ásgrímsson segir engar stefnubreytingar fylgja forsætisráðherraskiptunum í stefnuræðu sinni sem flutt verður í kvöld. Samkvæmt heimildum DV verður sölu Símans frestað enn einu sinni og 90 prósent húsnæðislán sett á dagskrá. Halldór boðar breytingar á stjórnarskrá í samvinnu við stjórnarandstöðu. Halldór Ásgrímsson flytur í kvöld sína fyrstu stefnuræðu í embætti forsætisráðherra en Halldór tók við embættinu af Davíð Oddssyni fyrir tveimur vikum. DV hefur kynnt sér stefnuræðuna sem enn um sinn er merkt sem trúnaðarmál. Halldór boðar litlar sem engar breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni stjórn og minnist ekki orði á fjölmiðlalögin umdeildu á annan hátt en að tala um hvassviðri í sumarbyrjun. Meira um stefnuræðu Halldórs í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×