Farga og fela ólöglegt efni 2. október 2004 00:01 Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira