Helmingur kennara fylkti liði 30. september 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira