Helmingur kennara fylkti liði 30. september 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira