Tekið á stafrænum rummungum 29. september 2004 00:01 Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira