Innlent

Leit vegna ólöglegrar dreifingar

Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra, kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Nokkrir voru handteknir. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir í viðtali við Morgunblaðið að þetta séu lögvarin verk og að rannsóknin beinist að höfuðpaurum á sviði þess háttar þjófnaðar. Hún hófst í kjölfar kæru umboðsmanna rétthafa og Sambands myndbandaleigna. Ljóst er að málið getur undið verulega upp á sig þar sem samskipti höfuðpauranna við viðskiptavinina eru rekjanleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×