Boltar í stað stóla 28. september 2004 00:01 Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina. Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina.
Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“