Öllum undanþágubeiðnum hafnað 24. september 2004 00:01 Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira