Fólk treystir einum en kýs annan 22. september 2004 00:01 Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1% Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1%
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira