Áhyggjufullir en óbugaðir 21. september 2004 00:01 Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira