Áhyggjufullir en óbugaðir 21. september 2004 00:01 Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira