Kostnaður hækkar um 10 milljarða 20. september 2004 00:01 Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira