Þættirnir Englar í Ameríku voru sigurvegarar kvöldsins þegar Emmy-verðlaunin voru afhent fyrir besta sjónvarpsefnið í Los Angeles í gær. Þættirnir fengu ellefu verðlaun, meðal annars sem besta þáttaröðin. Sopranos var valinn besti dramaþátturinn og Arrested Development besta gamanþáttaröðin. James Spader fékk verðlaun sem besti leikari í dramaþætti, fyrir hlutverk sitt í The Practice, og Kelsey Grammer og David Hyde Pierce fyrir besta gamanleik í síðustu þáttaröðinni um Frasier. Sara Jessica Parker og Cynthia Nixon hlutu verðlaun fyrir hlutverk sín í lokasyrpu Beðmála í borginni.
