Launamunur kynjanna óbreyttur 15. september 2004 00:01 Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira