Launamunur kynjanna óbreyttur 15. september 2004 00:01 Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira