Allir fyrir einn 15. september 2004 00:01 Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun