Baugur græðir milljarð í London 13. september 2004 00:01 Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira