Á Ísland að ganga úr ESB? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. september 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun