Kvikmyndaverið Ísland 7. september 2004 00:01 Það er líf og fjör í Austur-Landeyjum og Jökulsárlóni þessa dagana. Þar fara fram tökur á tveimur kvikmyndum sem eru umfangsmeiri og dýrari en áður hefur þekkst á Íslandi. Um tvö hundruð Íslendingar hafa atvinnu af kvikmyndagerðinni og er samanlagður kostnaður við gerð myndanna tveggja um 1,6 milljarðar króna. Þær eiga það sameiginlegt að gerast ekki á Íslandi. Landið var valið til takanna þar sem aðstæður hér þykja góðar, starfsfólk hæft, landslagið heppilegt og skattareglur hagstæðar. Sú staðreynd að hægt er að taka myndirnar samtímis á litla Íslandi er sönnun þess hve hér er mikil þekking og hæfni í kvikmyndagerð. Fjöldi fólks hefur viðamikla reynslu úr faginu, bæði af eiginlegri kvikmyndagerð og einnig af framleiðslu auglýsinga. Þetta sama fólk stóð frammi fyrir einu vandamáli: við hvora myndina það vildi vinna. Það er eitt einkenna íslenskrar kvikmyndagerðar að fólk er reiðubúið að ganga í hvaða störf sem er. Slíkt þekkist ekki úti í heimi þar sem hver situr á sínum bás og hreyfir sig ekki þaðan. Enda raunar víða erfitt um vik því lög og reglur kveða á um að fólk megi aðeins gera það sem það á að gera. Stéttarfélögin standa svo vörð. Skatturinn hefur sitt að segja Í Austur-Landeyjum vinnur Baltasar Kormákur að tökum á A Little Trip to Heaven sem kostar um 700 milljónir króna. Myndin á að gerast í Minnesota í Bandaríkjunum og erlendar stórstjörnur fara með aðalhlutverkin. Auk Austur-Landeyja verður tekið í Þykkvabænum, Siglufirði, Grindavík og Reykjavík. Tökur á Bjólfskviðu Vestur-Íslendingsins Sturlu Gunnarssonar hófust við Jökulsárlón í gær en aðrir tökustaðir eru Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 900 milljónir króna. Fjölmargir erlendir leikarar koma fram í myndinni auk nokkurra íslenskra. Þó að háar fjárhæðir séu nefndar fer því víðsfjarri að allir þessir peningar hafni í íslenska hagkerfinu. Eftirvinnsla beggja mynda fer fram í útlöndum og erlendu leikararnir fá sínar fúlgur greiddar í sínum heimalöndum. Víst er að skattareglurnar, sem kveða á um endurgreiðslu hluta kostnaðarins sem fellur til við kvikmyndagerðina, hafa sitt að segja. Þær vega upp á móti dýrtíðinni í landinu sem oftar en ekki fælir menn frá að koma hingað. Bílaleiga, matur og gisting kosta sitt og hægt er að fá ódýrari starfskrafta víða um heim, t.d. í Tékklandi sem gerir út á þessi mið. Haft er fyrir satt að kvikmyndagerðarmenn séu löngu hættir að taka upp atriði í París, eftirmynd borgarinnar er frekar búin til í Prag. Þar er mun ódýrara að vinna. Jákvæð áhrif á samfélagið Hornfirðingar hafa vitaskuld orðið varir við kvikmyndagerðarfólkið sem heldur til í bænum þó tökurnar sjálfar fari að mestu fram úti í sveit. Fólkið býr víða, á hótelum, gistiheimilum og í heimahúsum sem tekin voru á leigu. Nokkrir heimamenn hafa fengið bein störf við framkvæmdirnar, einhverjir koma fram í hópatriðum og verslun og þjónusta njóta góðs af. Til dæmis hefur hlaupið á snærið hjá Svöfu Mjöll Jónasardóttur sem á og rekur Sporthöllina á Höfn. "Kvikmyndagerðarfólkið er duglegt að stunda líkamsræktina og tekur vel á því," segir hún. Mönnum ber saman um að tökurnar fari fram á besta tíma, hefðbundin ferðamannatíð er að baki og viðskiptin nú því hrein viðbót. Haukur Þ. Sveinbjörnsson hjá bílaleigunni Alp segir að kvikmyndagerðarfólkið hafi leigt á milli 20 og 30 bíla af fyrirtækinu. "Það þarf náttúrlega að komast á milli staða," segir Haukur, ánægður með umsvifin. Baltasar og hans fólk eru að tökum á eyðibýlinu Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjallahreppi og hafa hús og nágrenni fengið svip þess sem tíðkast í Minnesota. Hnátunni á næsta bæ var vel tekið þegar hún brá sér yfir girðinguna og túnin í fyrradag og fylgdist með gangi mála. Hún nældi meðal annars í eiginhandaráritanir hjá fræga fólkinu og ætlar eflaust að sjá myndina þegar þar að kemur. Eftir að tökum lýkur við Eyjafjöll færast þær á aðra staði, meðal annars í Þykkvabæinn, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir kartöflur en kvikmyndir. Þar hafa smiðir verið að störfum að undanförnu og Sigríður Ingunn Ágústsdóttir í Miðkoti annast matseldina. "Þetta setur sinn svip á samfélagið og spennan er mikil meðal þorpsbúanna," segir Sigríður. Björt framtíð Vöxtur kvikmyndagerðar á Íslandi er mikill og þó að fjöldi gerðra mynda á hverju ári sé breytilegur er augljóst að greinin sem slík hefur styrkst. Skattatilslökunin hefur haft jákvæð áhrif en að öllu óbreyttu fellur hún úr gildi árið 2006. Hagsmunaaðilar vinna nú að framlengingu enda er hún ein helsta forsenda þess að áfram verði ráðist í stór og dýr verkefni hérlendis. Nokkur viðamikil verkefni eru að baki, t.d. atriði í myndum um Batman, James Bond og Löru Croft og ekki ástæða til að ætla annað en að fleiri slík komi upp á borð á næstu árum. Þá er í bígerð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Þórð kakala sem kosta mun á annan milljarð króna. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og aðrir sem njóta góðs af á hverjum stað á hverjum tíma geta því litið framtíðina nokkuð björtum augum og haldið í þá von að kvikmyndagerðin verði einn góðan veðurdag að stóriðju. Að Ísland verði ekki bara álland, fiskverkun og ferðamannastaður heldur líka eitt stórt kvikmyndaver. Lífið Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það er líf og fjör í Austur-Landeyjum og Jökulsárlóni þessa dagana. Þar fara fram tökur á tveimur kvikmyndum sem eru umfangsmeiri og dýrari en áður hefur þekkst á Íslandi. Um tvö hundruð Íslendingar hafa atvinnu af kvikmyndagerðinni og er samanlagður kostnaður við gerð myndanna tveggja um 1,6 milljarðar króna. Þær eiga það sameiginlegt að gerast ekki á Íslandi. Landið var valið til takanna þar sem aðstæður hér þykja góðar, starfsfólk hæft, landslagið heppilegt og skattareglur hagstæðar. Sú staðreynd að hægt er að taka myndirnar samtímis á litla Íslandi er sönnun þess hve hér er mikil þekking og hæfni í kvikmyndagerð. Fjöldi fólks hefur viðamikla reynslu úr faginu, bæði af eiginlegri kvikmyndagerð og einnig af framleiðslu auglýsinga. Þetta sama fólk stóð frammi fyrir einu vandamáli: við hvora myndina það vildi vinna. Það er eitt einkenna íslenskrar kvikmyndagerðar að fólk er reiðubúið að ganga í hvaða störf sem er. Slíkt þekkist ekki úti í heimi þar sem hver situr á sínum bás og hreyfir sig ekki þaðan. Enda raunar víða erfitt um vik því lög og reglur kveða á um að fólk megi aðeins gera það sem það á að gera. Stéttarfélögin standa svo vörð. Skatturinn hefur sitt að segja Í Austur-Landeyjum vinnur Baltasar Kormákur að tökum á A Little Trip to Heaven sem kostar um 700 milljónir króna. Myndin á að gerast í Minnesota í Bandaríkjunum og erlendar stórstjörnur fara með aðalhlutverkin. Auk Austur-Landeyja verður tekið í Þykkvabænum, Siglufirði, Grindavík og Reykjavík. Tökur á Bjólfskviðu Vestur-Íslendingsins Sturlu Gunnarssonar hófust við Jökulsárlón í gær en aðrir tökustaðir eru Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 900 milljónir króna. Fjölmargir erlendir leikarar koma fram í myndinni auk nokkurra íslenskra. Þó að háar fjárhæðir séu nefndar fer því víðsfjarri að allir þessir peningar hafni í íslenska hagkerfinu. Eftirvinnsla beggja mynda fer fram í útlöndum og erlendu leikararnir fá sínar fúlgur greiddar í sínum heimalöndum. Víst er að skattareglurnar, sem kveða á um endurgreiðslu hluta kostnaðarins sem fellur til við kvikmyndagerðina, hafa sitt að segja. Þær vega upp á móti dýrtíðinni í landinu sem oftar en ekki fælir menn frá að koma hingað. Bílaleiga, matur og gisting kosta sitt og hægt er að fá ódýrari starfskrafta víða um heim, t.d. í Tékklandi sem gerir út á þessi mið. Haft er fyrir satt að kvikmyndagerðarmenn séu löngu hættir að taka upp atriði í París, eftirmynd borgarinnar er frekar búin til í Prag. Þar er mun ódýrara að vinna. Jákvæð áhrif á samfélagið Hornfirðingar hafa vitaskuld orðið varir við kvikmyndagerðarfólkið sem heldur til í bænum þó tökurnar sjálfar fari að mestu fram úti í sveit. Fólkið býr víða, á hótelum, gistiheimilum og í heimahúsum sem tekin voru á leigu. Nokkrir heimamenn hafa fengið bein störf við framkvæmdirnar, einhverjir koma fram í hópatriðum og verslun og þjónusta njóta góðs af. Til dæmis hefur hlaupið á snærið hjá Svöfu Mjöll Jónasardóttur sem á og rekur Sporthöllina á Höfn. "Kvikmyndagerðarfólkið er duglegt að stunda líkamsræktina og tekur vel á því," segir hún. Mönnum ber saman um að tökurnar fari fram á besta tíma, hefðbundin ferðamannatíð er að baki og viðskiptin nú því hrein viðbót. Haukur Þ. Sveinbjörnsson hjá bílaleigunni Alp segir að kvikmyndagerðarfólkið hafi leigt á milli 20 og 30 bíla af fyrirtækinu. "Það þarf náttúrlega að komast á milli staða," segir Haukur, ánægður með umsvifin. Baltasar og hans fólk eru að tökum á eyðibýlinu Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjallahreppi og hafa hús og nágrenni fengið svip þess sem tíðkast í Minnesota. Hnátunni á næsta bæ var vel tekið þegar hún brá sér yfir girðinguna og túnin í fyrradag og fylgdist með gangi mála. Hún nældi meðal annars í eiginhandaráritanir hjá fræga fólkinu og ætlar eflaust að sjá myndina þegar þar að kemur. Eftir að tökum lýkur við Eyjafjöll færast þær á aðra staði, meðal annars í Þykkvabæinn, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir kartöflur en kvikmyndir. Þar hafa smiðir verið að störfum að undanförnu og Sigríður Ingunn Ágústsdóttir í Miðkoti annast matseldina. "Þetta setur sinn svip á samfélagið og spennan er mikil meðal þorpsbúanna," segir Sigríður. Björt framtíð Vöxtur kvikmyndagerðar á Íslandi er mikill og þó að fjöldi gerðra mynda á hverju ári sé breytilegur er augljóst að greinin sem slík hefur styrkst. Skattatilslökunin hefur haft jákvæð áhrif en að öllu óbreyttu fellur hún úr gildi árið 2006. Hagsmunaaðilar vinna nú að framlengingu enda er hún ein helsta forsenda þess að áfram verði ráðist í stór og dýr verkefni hérlendis. Nokkur viðamikil verkefni eru að baki, t.d. atriði í myndum um Batman, James Bond og Löru Croft og ekki ástæða til að ætla annað en að fleiri slík komi upp á borð á næstu árum. Þá er í bígerð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Þórð kakala sem kosta mun á annan milljarð króna. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og aðrir sem njóta góðs af á hverjum stað á hverjum tíma geta því litið framtíðina nokkuð björtum augum og haldið í þá von að kvikmyndagerðin verði einn góðan veðurdag að stóriðju. Að Ísland verði ekki bara álland, fiskverkun og ferðamannastaður heldur líka eitt stórt kvikmyndaver.
Lífið Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira