Rangt stríð í sviðsljósinu 7. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar