Kaupin rýra verð Landssímans 4. september 2004 00:01 Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira