Latibær í lagaþrætu 3. september 2004 00:01 "Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
"Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira