Sjálfbjarga í fjármálum 24. ágúst 2004 00:01 "Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum." Fjármál Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum."
Fjármál Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira