Sjálfbjarga í fjármálum 24. ágúst 2004 00:01 "Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum." Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum."
Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira