Brassar skeinuhættir 23. ágúst 2004 00:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira