Ástrali vann dýfingarnar
Chantelle Newbery varð um helgina Ólympíumeistari kvenna í dýfingum af 10 metra palli. Newbery er Ástrali og voru fjölmargir stuðningsmenn veifandi plastkengúrum til að styðja við bakið á landa sínum. Newbery trúði vart eigin árangri. "Þetta var ótrúlegt" sagði Newbery. Dýfingaþjálfari Ástrala, Julie Kent, var mjög ánægð með árangurinn. "Þetta er stór áfangi í sögu Ástralíu".