Sport
Lyfjahneykslið heldur áfram
Grikkir, sem eru gestgjafar ólympíuleikana í ár, eiga ekki sjö dagana sæla þegar kemur að lyfjamisnotkun hjá þátttakendum leikana. Hver ógæfufréttin á fætur annarri dynur á heimamönnum og er mönnum ekki skemmt. Nú síðast fundust anabólískir sterar í vöruskemmu gríska þjálfarans, Christo Tseko, í rannsókn sem stendur nú yfir. Rannsóknin beinist fyrst og fremst að grísku spretthlaupurunum Kostas Kenteris og Katerina Thanou en þær sviðsettu mótórhjólaslys til að losna við lyfjapróf. Þær neituðu ætíð að hafa tekið inn lyfin. Meðan á rannsókninni stóð fannst meðal annars töluvert magn af efedríni í fórum Tsekos. Lögmaður Tsekos sagði að það væri ekkert ólöglegt af því sem Tsekos flytti inn og hann væri saklaus af öllum ásökunum. Spretthlaupararnir eru ekki einu Grikkirnir sem hafa gert í buxurnar á Ólympíuleikunum því kraftlyftingakappinn Leonidas Sampanis var sviptur bronsverðlaunum eftir að niðurstöður lyfjaprófs reyndust jákvæðar.