Vallarhverfi rís hratt í hrauninu 23. ágúst 2004 00:01 Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira