Ætla að vera inni á topp tíu 21. ágúst 2004 00:01 Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira