Ætla að vera inni á topp tíu 21. ágúst 2004 00:01 Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er mættur til Aþenu og hann hefur keppni í tugþrautinni í dag. Jón Arnar er kominn á seinni stig síns ferils og Ólympíuleikarnir í Aþenu verða hans síðustu leikar. Það var gott hljóð í Jón Arnari þegar við hittum hann í blíðunni í Ólympíuþorpinu. „Ég er í mjög fínu standi. Ég hef ekkert verið meiddur í langan tíma, sem er alveg frábært. Það er mikill kostur að geta loksins mætt á mót án þess að vera að glíma við einhver meiðsli,“ sagði Jón Arnar en hann mætti síðast á stórmót algjörlega heill heilsu árið 1998 þannig að það var kominn tími á að lukkan léki aðeins við hann. „Það fór heldur betur að halla undan fæti eftir það,“ sagði Jón Arnar kíminn. Alls taka 42 keppendur þátt í tugþrautinni og Jón Arnar hefur sett sér skýr markmið fyrir leikana. „Ég væri mjög ánægður með tíunda sætið og tel það vera raunhæft. Allt fyrir ofan það væri síðan bónus,“ sagði Jón Arnar, sem hefur átt í nokkrum vandræðum með klára þrautir á stórmótum síðustu ár. Ætli eitt af takmörkunum í Aþenu sé að komast loks í gegnum heila þraut? „Það hefur verið helst út af þessum blessuðu meiðslum sem hafa alltaf verið að spilla fyrir. Nú er ekkert þannig í gangi og það er í rauninni ekkert mál að klára þraut þegar maður er heill og því stefni ég ótrauður á að klára þetta mót,“ sagði Jón Arnar, sem er ánægður með hvernig undirbúningur fyrir mótið hefur gengið. „Æfingarnar hafa gengið rosalega vel, þetta hefur allt verið að koma núna síðustu vikuna svo að þetta lítur bara vel út.“ Eins og áður segir verða þetta síðustu ólympíuleikar Jóns Arnars en hann er samt ekkert á því að hætta strax öllu sprikli. „Ef mér gengur vel núna kemst ég inn á EM innanhúss og það væri gaman að taka það því mér hefur alltaf gengið vel á innahússmótunum. Eftir það fer ég kannski aðeins að slaka á,“ sagði Jón og brosti breitt. Eins og svo oft áður er Jón Arnar búinn að safna myndarlegu skeggi fyrir stórmót. Eftirminnilegt er þegar hann litaði skeggið í íslensku fánalitunum á ÓL í Atlanta 1996 en ætlar hann að endurtaka leikinn núna? „Nei, það var svo helvíti vont á bragðið að ég geri það ekki aftur. Ég mun annað hvort mæta til leiks með þetta skegg eða ég raka allt af. Bæði skeggið og hárið. Það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Jón Arnar Magnússon glaðbeittur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira