Stefni á að vinna gullið 21. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira